Roma er búið að kaupa argentínska varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter en leikmaðurinn vildi ólmur ganga aftur í raðir Roma.
Burdisso skrifaði undir fjögurra ára samning við Roma en hann kostaði 8 milljónir evra sem verða greiddar á þremur árum.
Burdisso fær 3,8 milljónir evra í laun í vetur en mun verða með 4,5 milljónir hin þrjú árin á samningstímanum.
Hjá Roma hittir Nicolas fyrir bróðir sinn, Guillermo.