Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar 21. október 2010 14:00 á ferð og flugi Frostrósafólkið verður á ferð og flugi í desember. Miðasala á tónleikana hefur gengið vonum framar. fréttablaðið/stefán Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira