Ítalíumeistarar Inter náðu ekki að skjótast á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er stórleikur helgarinnar Ítalíu fór fram.
Juventus kom þá í heimsókn á Guiseppemeazza. Leikurinn olli nokkrum vonbrigðum enda var ekkert skorað í leiknum og liðin fengu því sitt hvort stigið.
Inter er því í öðru sæti en Juventus því sjöunda.
Mario Balotelli, leikmaður Man. City, notaði meiðslafríið sitt til þess að skjótast heim og var mættur til þess að fylgjast með sínum gömlu félögum í Inter.