Golf

Tiger í efsta sæti í tæplega 12 ár

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Tiger Woods með Lee Westwood í Kína í gær.
Tiger Woods með Lee Westwood í Kína í gær. Nordic Photos/Getty Images

Tiger Woods segir að það hafi alls ekki komið sér á óvart að enski kylfingurinn Lee Westwood velti honum úr efsta sæti heimslistans í gær. Woods hafði verið í efsta sæti heimslistans 281 viku samfellt og samtals í rétt um 12 ár.

„Til þess að komast í efsta sæti heimslistans þá þarftu að vinna golfmót. Ég hef ekki unnið nein mót á þessu ári. Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Woods í gær en hann er staddur í Kína þar sem hann mun hefja leik á HSBC mótinu á fimmtudaginn í Sjanghæ.

Woods hafði setið í efsta sæti heimslistans allt frá árinu 2005. Westwood er fyrsti kylfingurinn frá Evrópu frá árinu 1994 sem nær efsta sæti heimslistans en Nick Faldo var efstur á þeim tíma.

Aðeins 13 kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistana frá því að hann var fyrst settur á laggirnar árið 1984. Woods hefur verið í efsta sæti á þessum lista í rétt tæplega 12 ár samtals.

Þeir sem hafa náð efsta sæti heimslistans eru: Bernhard Langer (3 vikur), Seve Ballesteros (61 vika), Greg Norman (331 vika), Nick Faldo (97 vikur), Ian Woosnam (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price (44 vikur), Tom Lehman (1 vika), Ernie Els (9 vikur), David Duval (15 vikur), Vijay Singh (32 vikur).
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×