Jim Carrey féllst á umtalsverða launalækkun til að geta leikið í kvikmyndinni I Love You Phillip Morris á móti Ewan McGregor.
Carrey hefur um árabil verið meðal launahæstu leikara Hollywood en sagðist í samtali við Parade-tímaritið að hann elskaði að leika í ögrandi og áhugaverðum myndum.
„Það voru ekkert allt of mörg handrit sem ég fékk upp í hendurnar og langaði til að leika í en þetta var eitt þeirra. Ég elska náungann sem ég leik í þessari mynd og hata hann um leið," segir Carrey en myndin segir frá svikahrappnum Steven Jay Russell sem verður ástfanginn af klefafélaga sínum í fangelsi.