Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var ánægður með sína menn þó svo að þeir hefðu misst 2-0 forystu í jafntefli gegn Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Tottenham í Meistaradieldinni og liðið fór vel af stað með því að skora tvívegis á fyrsta hálftímanum.
Werder Bremen skoraði hins vegar tvívegis, fyrst á lokamínútum fyrri hálfleiks og svo aftur á upphafsmínútum þess síðari.
„Ég tel að við spiluðum eins vel og við mögulega gátum á fyrstu 42 mínútum leiksins," sagði Redknapp. „Við vorum frábærir og náðum að opna vörnina þeirra hvað eftir annað."
„Fyrirfram hefðum við sætt okkur við eitt stig á þessum velli en miðað við að við vorum með 2-0 forystu og fullkomna stjórn á leiknum er vonbrigði að hafa ekki náð sigrinum."