
Geir dreginn fyrir landsdóm - restin slapp

Þá stóð tæpt hvort Árni M. Mathísesen, fyrrverandi fjármálaráðherra hefði verið ákærður.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.
35 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að Björgvini yrði stefnt fyrir landsdóm en 27 þingmenn vildu að honum yrði stefnt.
Árna M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.
32 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að Árna yrði stefnt fyrir landsdóm en 31 þingmenn vildu að honum yrði stefnt.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum á Alþingi.
34 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að Ingibjörgu yrði stefnt fyrir landsdóm en 29 þingmenn vildu að henni yrði stefnt.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi sem var að falla.
33 þingmenn greiddu atkvæði með því að Geir yrði stefnt fyrir landsdóm en 30 þingmenn vildu ekki að Geir yrði stefnt.
Tengdar fréttir

Ingibjörg Sólrún: Vissi ekkert við hverju ég átti að búast
„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta í dag,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en Alþingi felldi þá tillögu að henni skyldi verða stefnt fyrir landsdóm.

Björgvini ekki heldur stefnt fyrir landsdóm
Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Allir þingmenn samþykktu skýrsluna - bein útsending
Alþingi samþykkti skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með öllum greiddum atkvæðum. Allir þingmennirnir 63 voru mættir í þingsal.

Geir H. Haarde ákærður
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi sem var að falla.

Mun ekki hafa áhrif á samstarfið
Steingrímur J. Sigfússon segir að verði tillaga um að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm felld á Alþingi hafi það ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.

Ingibjörg Sólrún sleppur við ákæru
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum á Alþingi.

Árni sleppur líka
Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.