Nú í hádeginu var kunngjört hvaða leikmenn hefðu borið af í umferðum 10-18 í N1-deild kvenna í handbolta.
Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, var valinn besti leikmaðurinn og þjálfari hennar, Stefán Arnarson, var valinn besti þjálfarinn.
Þá var einnig tilkynnt lið umferða 10-18 en það lítur svona út:
Markvörður: Berglind Íris Hansdóttir - Valur
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur
Vinstra Horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir - Fram
Vinstri Skytta: Stella Sigurðardóttir – Fram
Hægra Horn: Hanna G. Stefánsdóttir - Haukar
Hægri Skytta: Alina Tamasan - Stjarnan
Miðjumaður: Karen Knútsdóttir - Fram