„…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Össur Skarphéðinsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun