Gumball-kappaksturinn bannaður í Þýskalandi 3. maí 2010 17:42 Bílafloti keppenda í Gumball er svakalegur eins og sást þegar flautað var af stað í London um helgina. Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina. Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina.
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira