Aðeins minni úrtölur 25. janúar 2010 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um efnahagsmál Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldum er farinn að segja til sín. Ýmsir staðhæfa að við séum að fara í hundana. Að Ísland muni einangrast ef við förum ekki í einu og öllu að vilja Breta og Hollendinga. En vanmetum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er ágengari en margir halda; túristinn frá München ætlar til Íslands í sumar hvað sem tautar og raular; Ikea ætlar að selja Jóni og Gunnu á Íslandi stól og borð – fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma íslenskum fiski á veitingahúsaborð í London. Hann ætlar ekki að einangra Ísland. Vanmetum ekki heldur pólitíkina. Hún er okkur ekki að öllu leyti mótdræg. Gordon Brown þarf að sýna kjósendum sínum í tíma fyrir vorkosninguna í Bretlandi að hann kunni að laða fram lausnir. Hollenska ríkisstjórnin þarf nú að hlusta á kjósendur spyrja hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi við með því að segja að Ísland geti virkjað sig út úr vandanum. Er verið að tala um Gullfoss? Eða Geysi? Landmannalaugar? Er þetta kannski ekki milliríkjadeila? Er þetta barátta á milli málmbræðslunnar annars vegar og fossanna og hverasvæðanna hins vegar? Eða á milli fólks og fjármagns, einsog skilja má á Alain Liebitz, evrópska þingmanninum sem tók þátt í smíði tilskipunar um tryggingarsjóði innstæðueigenda? Hann segir að við séum að misskilja sitthvað í þeirri smíði. Bretar og Hollendingar misskilji hins vegar ekki neitt. Þeir séu einfaldlega að nýta sér vald sitt. Þeir kunni á gikkinn frá gamalli tíð. Allt þetta er tal sem Evrópa skilur. Ísland mun rísa, mörg teikn eru á lofti um efnahagsbata. Margt gengur okkur í haginn. Ef þverpólitísk samstaða myndast um Icesave vænkast enn okkar hagur! Þá skapast forsendur til að ná betri niðurstöðu fyrir Ísland. Það væru góð tíðindi. Það er ekki nóg að fresta skuldadögum, það munar um hverja krónu sem við náum lántökum okkar niður. Nú er að tala kjarkinn upp. Og má biðja um aðeins minni úrtölur! Það myndi hjálpa. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um efnahagsmál Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldum er farinn að segja til sín. Ýmsir staðhæfa að við séum að fara í hundana. Að Ísland muni einangrast ef við förum ekki í einu og öllu að vilja Breta og Hollendinga. En vanmetum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er ágengari en margir halda; túristinn frá München ætlar til Íslands í sumar hvað sem tautar og raular; Ikea ætlar að selja Jóni og Gunnu á Íslandi stól og borð – fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma íslenskum fiski á veitingahúsaborð í London. Hann ætlar ekki að einangra Ísland. Vanmetum ekki heldur pólitíkina. Hún er okkur ekki að öllu leyti mótdræg. Gordon Brown þarf að sýna kjósendum sínum í tíma fyrir vorkosninguna í Bretlandi að hann kunni að laða fram lausnir. Hollenska ríkisstjórnin þarf nú að hlusta á kjósendur spyrja hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi við með því að segja að Ísland geti virkjað sig út úr vandanum. Er verið að tala um Gullfoss? Eða Geysi? Landmannalaugar? Er þetta kannski ekki milliríkjadeila? Er þetta barátta á milli málmbræðslunnar annars vegar og fossanna og hverasvæðanna hins vegar? Eða á milli fólks og fjármagns, einsog skilja má á Alain Liebitz, evrópska þingmanninum sem tók þátt í smíði tilskipunar um tryggingarsjóði innstæðueigenda? Hann segir að við séum að misskilja sitthvað í þeirri smíði. Bretar og Hollendingar misskilji hins vegar ekki neitt. Þeir séu einfaldlega að nýta sér vald sitt. Þeir kunni á gikkinn frá gamalli tíð. Allt þetta er tal sem Evrópa skilur. Ísland mun rísa, mörg teikn eru á lofti um efnahagsbata. Margt gengur okkur í haginn. Ef þverpólitísk samstaða myndast um Icesave vænkast enn okkar hagur! Þá skapast forsendur til að ná betri niðurstöðu fyrir Ísland. Það væru góð tíðindi. Það er ekki nóg að fresta skuldadögum, það munar um hverja krónu sem við náum lántökum okkar niður. Nú er að tala kjarkinn upp. Og má biðja um aðeins minni úrtölur! Það myndi hjálpa. Höfundur er alþingismaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun