Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun 9. nóvember 2010 06:00 Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir. Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira