Umfjöllun: FH deildarbikarmeistari karla eftir spennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2010 19:42 Hjörtur Hinriksson, leikmaður FH. Mynd/Stefán Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira