Þórunn Sveinbjarnardóttir: Akstur í boði SORPU Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. apríl 2010 06:00 Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar