Udonis Haslem, framherji Miami Heat, er ekki í góðum málum eftir að hann var handtekinn í gær með maríjúana í fórum sínum.
Haslem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann fann kannabislykt í bílnum.
Hann ákvað því að skoða bílinn betur og þá kom í ljós að Haslem var með poka af kannabis í bílnum. 20 grömm nánar tiltekið.
Hámarksrefsing fyrir þetta brot er 5.000 dollara sekt og fimm ára fangelsi.