Fyrrverandi leikarinn Frankie Muniz, sem lék eftirminnilega aðalhlutverkið í þáttunum Malcom in the Middle, fékk skot á sig á Twitter á dögunum. Þar sagði notandi að hann væri hræðilegur leikari, en Muniz var fljótur að svara fyrir sig:
„Já, en að vera búinn að setjast í helgan stein með 40 milljónir dollara 19 ára gamall hefur ekki verið hræðilegt. Gangi þér vel að flytja út úr foreldrahúsunum áður en þú verður 35 ára."
Það skal tekið fram að 40 milljónir dollara eru um fjórir og hálfur milljarður íslenskra króna.