Gennaro Gattuso hefur endurheimt Range Rover jeppann sinn sem var stolinn af honum fyrir fjórum árum. Bílinn fannst ásamt sex öðrum í Albaníu en þar enda margir af stolnum bílum í Evrópu undir fölskum skráningarvottorðum.
Albanskur maður taldi sig vera réttmætur eigandi bílsins eftir að hafa keypt hann af Ítala en þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var gamli bíllinn hans Gattuso á ferðinni.
Gennaro Gattuso hefur spilað í ellefu ár með AC Milan og var lykilmaður í heimsmeistaraliði Ítala fyrir fjórum árum. Hann stofnaði á dögunum fiskbúð sem er ekki algengasta fjárfesting fótboltamanna en samt skemmtileg.
