Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að AC Milan ætli að reyna að kaupa Antonio Cassano frá Sampdoria nú í janúar.
Þar sem Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar hefur ekki fundið sig hjá félaginu vilja forráðamenn félagsins losa sig við Hollendinginn og fá Cassano í staðinn.
Milan daðraði fyrir nokkrum árum við þá hugmynd að fá Cassano en gerði ekkert í málinu. Forseti félagsins, Adriano Galliani, er yfirlýstur stuðningsmaður Cassano.