Handbolti

Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði átta mörk fyrir Valsliðið í kvöld og hefur þar með skorað 27 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Hinn línumaðurinn í liðinu, Hildigunnur Einarsdóttir, var síðan næstmarkahæst með 6 mörk.

Valsliðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína með samtals 53 marka mun eða 17,7 mörkum að meðaltali í leik.

HK-liðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í mótnu en liðið stóð sig þó mun betur en á móti Fram á dögunum þegar liðið steinlá með 27 marka mun á heimavelli.



Valur-HK 30-19 (14-7)


Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 8, Hildigunnur Einarsdóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Anett Köbli 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Karólína B. Gunnarsdóttir 1.

Mörk HK: Elva Björg Arnarsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Líney Rut Guðmundsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Heiðrún Björk Helgadóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×