Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:34 Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það. Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það.
Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira