Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:34 Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það. Skroll-Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það.
Skroll-Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira