Sveinn Ásgeir Árnason hárskeri á rakarastofunni Hárbær Laugavegi 168 er eigandi Hjörleifs, 3 ára, sem er hreinræktaður Chihuahua hundur.
Það sem merkilegt þykir er að Hjörleifur syngur hástöfum „I LOVE YOU" með eiganda sínum eins og sjá má í myndskeiðinu.
„Það var bara núna í sumar sem Hjörleifur byrjaði að syngja. Þá var verið að spila á harmoníku og hann byrjaði allt í einu að syngja," útskýrði Sveinn Ásgeir sem raular með Hjörleifi eins og sjá má.