El Mundo Deportivo greinir frá því að leikmenn Real Madrid hafi tilkynnt þjálfaranum á æfingu í gær að hann gæti reitt sig á þeirra stuðning.
Spænskir fjölmiðlar telja víst að Pellegrini verði látinn taka pokann sinn eftir tímabilið. „Hann hefur alltaf staðið með okkur og við munum standa með honum," sagði Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid.
„Pellegrini er þjálfarinn okkar í dag og við erum við hlið hans. Við munum gleðjast ef hann verður hérna áfram á næsta tímabili því hann er mjög snjall þjálfari sem fær menn til að leggja sig fram."