Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2010 06:00 Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun