Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy, sem spilar með þýska félaginu Hamburg, hefur greint frá því að litlu hafi munað að hann færi til FC Bayern árið 2006.
Hann lenti upp á kant við Sir Alex Ferguson. Staða sem Wayne Rooney þekkir í dag. Ferguson losaði sig við Nistelrooy.
"Samningaviðræður voru langt komnar og ég var til í að skrifa undir. Ég hefði skrifað undir ef Real Madrid hefði ekki komið í myndina," sagði framherjinn.
"Það var erfitt að svíkja samkomulagið við Bayern. Ég hringdi í Uli Höness, skýrði mitt mál og baðst afsökunar. Sagði að það væri einfaldlega ekki hægt að segja nei við Real Madrid."