Myndin af Gilbert Arenas þar sem hann þykist skjóta félaga sína með puttunum fór mikið fyrir brjóstið á forráðamönnum NBA-deildarinnar.
Svo mikið reyndar að NBA bað Getty-myndabankann um að fjarlægja myndina úr gagnasafni sínu svo ekki yrði hægt að nota hana aftur.
Getty hefur nú ekki orðið við því og er myndin enn aðgengileg á vefnum.
Arenas var aftur á móti dæmdur í ótímabundið bann fyrir viðvikið. Hann fær þess utan engin laun meðan á banninu stendur og mun því verða af milljónum.