Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Ástráður Haraldsson skrifar 28. apríl 2010 09:12 Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun