Vesturport hellir sér útí gamanleik og farsa 18. ágúst 2010 07:00 Með hnút í maganum Vesturport hyggst næst reyna sig við gamanleik en nýjasta sýning hópsins fjallar um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Gísli Örn segist vera með hnút í maganum yfir þessu en þetta sé bæði ögrandi og nýtt fyrir þau.Fréttablaðið/Valli „Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn tekst á við frumsamið verk eftir sjálfan sig. „Undantekningin er náttúrlega söngleikurinn Ást en við lékum ekki í honum. Núna er annað uppá teninginum." Gísli segir að þetta sé í takt við stefnu leikhópsins, þau vilji ögra sjálfum sér og virkja leikhúsformið í botn. „Núna ætlum við að setja húsmóðurshlutverkið í farsakenndan stíl og ýta sjálfum okkur út á ystu nöf," segir Gísli en sýningar Vesturports hafa hingað til ekki verið beint fyrir lofthrædda. Og ef marka má lýsingar Gísla verður engin breytingar þar á, fólk mun jafnvel falla á milli hæða. „Ég veit ekki hvað þetta er, við erum skíthrædd við þetta, þetta er einhver sjálfseyðingarhvöt, að vera ung og hugsa að þá sé um að gera að þenja sig í botn. Ég er eiginlega alveg með hnút í maganum yfir þessu." Gísli segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað í kringum fréttir af mansali og vændi á Íslandi. „Þetta var á þeim tíma þar sem við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera næst. Og í kjölfarið vildum við fjalla um húsmóður sem er ekki öll þar sem hún er séð og hvað það þýðir að vera húsmóðir. Þetta er kannski það starf sem við heyrum hvað minnst um," útskýrir Gísli og bætir því við að verkið bjóði uppá mikla karaktersköpun en áætluð frumsýning er í apríl 2011. En þangað til að þessi sýning fer á fjalir Borgarleikhússins er hópurinn í óða önn að undirbúa afmælissýningu Fást í Young Vic-leikhúsinu sem fagnar fjörtíu ára afmæli í ár. Gísli segir þau vera að undirbúa sig andlega undir gullna reglu þegar kemur að svona ferðalögum; að allt sem geti farið úrskeiðis fari yfirleitt úrskeiðis. „Það á eftir að kosta mikla vinnu til að þetta verði í lagi og það er að mörgu að huga." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
„Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn tekst á við frumsamið verk eftir sjálfan sig. „Undantekningin er náttúrlega söngleikurinn Ást en við lékum ekki í honum. Núna er annað uppá teninginum." Gísli segir að þetta sé í takt við stefnu leikhópsins, þau vilji ögra sjálfum sér og virkja leikhúsformið í botn. „Núna ætlum við að setja húsmóðurshlutverkið í farsakenndan stíl og ýta sjálfum okkur út á ystu nöf," segir Gísli en sýningar Vesturports hafa hingað til ekki verið beint fyrir lofthrædda. Og ef marka má lýsingar Gísla verður engin breytingar þar á, fólk mun jafnvel falla á milli hæða. „Ég veit ekki hvað þetta er, við erum skíthrædd við þetta, þetta er einhver sjálfseyðingarhvöt, að vera ung og hugsa að þá sé um að gera að þenja sig í botn. Ég er eiginlega alveg með hnút í maganum yfir þessu." Gísli segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað í kringum fréttir af mansali og vændi á Íslandi. „Þetta var á þeim tíma þar sem við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera næst. Og í kjölfarið vildum við fjalla um húsmóður sem er ekki öll þar sem hún er séð og hvað það þýðir að vera húsmóðir. Þetta er kannski það starf sem við heyrum hvað minnst um," útskýrir Gísli og bætir því við að verkið bjóði uppá mikla karaktersköpun en áætluð frumsýning er í apríl 2011. En þangað til að þessi sýning fer á fjalir Borgarleikhússins er hópurinn í óða önn að undirbúa afmælissýningu Fást í Young Vic-leikhúsinu sem fagnar fjörtíu ára afmæli í ár. Gísli segir þau vera að undirbúa sig andlega undir gullna reglu þegar kemur að svona ferðalögum; að allt sem geti farið úrskeiðis fari yfirleitt úrskeiðis. „Það á eftir að kosta mikla vinnu til að þetta verði í lagi og það er að mörgu að huga." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira