NBA: Artest skoraði flautukörfu og var hetja Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 09:00 Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers ærðist af fögnuði í nótt eins og leikmenn Lakers. AP Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig. NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig.
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira