Stækka Mjólkárvirkjun án þess að taka lán 20. september 2010 19:02 Raforkuframleiðsla Mjólkárvirkjunar, stærstu virkjunar Vestfjarða, eykst um þrjátíu prósent með virkjanaframkvæmdum sem nú standa þar yfir. Á sama tíma og stóru orkufyrirtækin fyrir sunnan geta sig hvergi hrært vegna lánsfjárskorts þá stendur Orkubú Vestfjarða í því að stækka Mjólkárvirkjun. Virkjunin nýtir vatn af Glámuhálendinu en óvenju mikil fallhæð, nærri 500 metrar, næst þegar vatnið steypist um fallpípur inn í stöðvarhúsið í Arnarfirði. Mjólká er í raun tvær virkjanir, eitt og tvö, en verið er að bæta við þriðju virkjuninni með sér stöðvarhúsi hátt uppi í fjalli. Á næsta ári verður svo Mjólká tvö stækkuð. Áætlað er að verkið kosti um einn milljarð króna og Orkubúið tekur engin lán. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólká, segir Orkubúið vel rekið fyrirtæki og það hafi þá stefnu að framkvæma aðeins fyrir eigið fé og taka ekki lán til framkvæmda. Það sé að skila Vestfirðingum lægsta raforkuverði í landinu og því að Orkubúið geti virkjað, fólkinu til góða. Fyrirtækið Urð og grjót byggir Mjólká þrjú en stefnt er að því hún verði gangsett í nóvember. Þá eru sjálfstæðir verktakar að breyta stíflum og vatnsrásum. Þegar breytingum lýkur eykst aflið úr átta megavöttum upp í tæp ellefu megavött. Steinar segir Mjólkárvirkjun vera grunnstöð á Vestfjörðum og hún stöðvist yfirleitt aldrei þegar línur slái út. Það sé því mikið atriði að stækka hana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Raforkuframleiðsla Mjólkárvirkjunar, stærstu virkjunar Vestfjarða, eykst um þrjátíu prósent með virkjanaframkvæmdum sem nú standa þar yfir. Á sama tíma og stóru orkufyrirtækin fyrir sunnan geta sig hvergi hrært vegna lánsfjárskorts þá stendur Orkubú Vestfjarða í því að stækka Mjólkárvirkjun. Virkjunin nýtir vatn af Glámuhálendinu en óvenju mikil fallhæð, nærri 500 metrar, næst þegar vatnið steypist um fallpípur inn í stöðvarhúsið í Arnarfirði. Mjólká er í raun tvær virkjanir, eitt og tvö, en verið er að bæta við þriðju virkjuninni með sér stöðvarhúsi hátt uppi í fjalli. Á næsta ári verður svo Mjólká tvö stækkuð. Áætlað er að verkið kosti um einn milljarð króna og Orkubúið tekur engin lán. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólká, segir Orkubúið vel rekið fyrirtæki og það hafi þá stefnu að framkvæma aðeins fyrir eigið fé og taka ekki lán til framkvæmda. Það sé að skila Vestfirðingum lægsta raforkuverði í landinu og því að Orkubúið geti virkjað, fólkinu til góða. Fyrirtækið Urð og grjót byggir Mjólká þrjú en stefnt er að því hún verði gangsett í nóvember. Þá eru sjálfstæðir verktakar að breyta stíflum og vatnsrásum. Þegar breytingum lýkur eykst aflið úr átta megavöttum upp í tæp ellefu megavött. Steinar segir Mjólkárvirkjun vera grunnstöð á Vestfjörðum og hún stöðvist yfirleitt aldrei þegar línur slái út. Það sé því mikið atriði að stækka hana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira