Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg 4. júlí 2010 13:45 Mynd/Pjetur „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira