Huglæga byltingin mest um verð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 7. ágúst 2010 06:00 Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra. Að þessu sinni er sérstök ástæða til að fagna nýju hjúskaparlögunum sem tóku gildi í sumar. Með þeim má segja að nánast öll vígi séu unnin í réttindalegum skilningi. Sigrar í réttindalegum og lagalegum skilningi eru þó ekki nóg. Um það vitnar staða kvenna, sem þó er helmingur mannkyns. Enn er nefnilega langt í að raunverulegu jafnrétti kynjanna verði náð þrátt fyrir að í lögum sé ekki lengur að finna mismunun eftir kynferði. Í Gleðigöngunni fagna samkynhneigðir og þorri þjóðarinnar ekki síst þeim huglæga sigri sem unnist hefur á ótrúlega skömmum tíma, hugarfarsbyltingu sem skilað hefur því að það er ekki lengur feimnismál að vera samkynhneigður. Ungt fólk þarf ekki lengur að óttast það að koma út úr skápnum, vera uggandi yfir því hvernig fjölskylda og vinir bregðast við. Ungur samkynhneigður fótboltamaður, Steindór Sigurjónsson frá Hornafirði, lýsti þessu vel í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi. Spurður um viðbrögð félaga sinna í boltanum við því þegar hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári segir hann að fyrirfram hafi hann ekki vitað við hverju hann ætti að búast: „En það breyttist ekki neitt. Allir hér í kring hafa tekið þessu mjög vel, enda breyttist ekkert í mínu fari við að koma út úr skápnum." Þessi lýsing unga mannsins segir mikla sögu um hugarfarsbyltinguna. Þorra Íslendinga er nefnilega orðið sléttsama um kynhneigð fólks, ekki skeytingarlaust með neikvæðum hætti heldur á þann hátt að það hefur meiri áhuga á öðrum þáttum í lífi fólks en því hvort það kýs að lifa með og elska fólk af gagnstæðu eða sama kyni. Þannig þurfti erlenda fjölmiðla sem slógu því upp að á Íslandi væri kominn samkynhneigður forsætisráðherra til þess að við áttuðum okkur á þeim tímamótum. Hér var bara verið að fagna því að kona hefði tekið við embættinu enda kærkomin tímamót. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, braut einnig blað á fimmtudagskvöld þegar hann kom fram í draggi við setningu Hinsegin daga. Hvar annars staðar ætli slíkt myndi gerast? Framtak borgarstjórans var ekki bara glæsilegt heldur stórskemmtilegt líka. Gleðigangan í dag er óður til lífsins og einnig fögnuður yfir fengnum mannréttindum undangenginna ára, bæði formlegum og huglægum. Á Hinsegin dögum og í Gleðigöngu fögnum við fjöldamörgum sigrum sem unnist hafa. Þannig vekur Gleðigangan einnig von og fyrirheit um sigra í mannréttindamálum sem ekki eru unnir enn en eiga eftir að vinnast í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra. Að þessu sinni er sérstök ástæða til að fagna nýju hjúskaparlögunum sem tóku gildi í sumar. Með þeim má segja að nánast öll vígi séu unnin í réttindalegum skilningi. Sigrar í réttindalegum og lagalegum skilningi eru þó ekki nóg. Um það vitnar staða kvenna, sem þó er helmingur mannkyns. Enn er nefnilega langt í að raunverulegu jafnrétti kynjanna verði náð þrátt fyrir að í lögum sé ekki lengur að finna mismunun eftir kynferði. Í Gleðigöngunni fagna samkynhneigðir og þorri þjóðarinnar ekki síst þeim huglæga sigri sem unnist hefur á ótrúlega skömmum tíma, hugarfarsbyltingu sem skilað hefur því að það er ekki lengur feimnismál að vera samkynhneigður. Ungt fólk þarf ekki lengur að óttast það að koma út úr skápnum, vera uggandi yfir því hvernig fjölskylda og vinir bregðast við. Ungur samkynhneigður fótboltamaður, Steindór Sigurjónsson frá Hornafirði, lýsti þessu vel í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi. Spurður um viðbrögð félaga sinna í boltanum við því þegar hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári segir hann að fyrirfram hafi hann ekki vitað við hverju hann ætti að búast: „En það breyttist ekki neitt. Allir hér í kring hafa tekið þessu mjög vel, enda breyttist ekkert í mínu fari við að koma út úr skápnum." Þessi lýsing unga mannsins segir mikla sögu um hugarfarsbyltinguna. Þorra Íslendinga er nefnilega orðið sléttsama um kynhneigð fólks, ekki skeytingarlaust með neikvæðum hætti heldur á þann hátt að það hefur meiri áhuga á öðrum þáttum í lífi fólks en því hvort það kýs að lifa með og elska fólk af gagnstæðu eða sama kyni. Þannig þurfti erlenda fjölmiðla sem slógu því upp að á Íslandi væri kominn samkynhneigður forsætisráðherra til þess að við áttuðum okkur á þeim tímamótum. Hér var bara verið að fagna því að kona hefði tekið við embættinu enda kærkomin tímamót. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, braut einnig blað á fimmtudagskvöld þegar hann kom fram í draggi við setningu Hinsegin daga. Hvar annars staðar ætli slíkt myndi gerast? Framtak borgarstjórans var ekki bara glæsilegt heldur stórskemmtilegt líka. Gleðigangan í dag er óður til lífsins og einnig fögnuður yfir fengnum mannréttindum undangenginna ára, bæði formlegum og huglægum. Á Hinsegin dögum og í Gleðigöngu fögnum við fjöldamörgum sigrum sem unnist hafa. Þannig vekur Gleðigangan einnig von og fyrirheit um sigra í mannréttindamálum sem ekki eru unnir enn en eiga eftir að vinnast í framtíðinni.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun