Orkuframleiðsla og umhverfisvernd 5. júlí 2010 06:00 Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar