Mark Cuban, hinn skautlegi eigandi Dallas Mavericks, hefur verið sektaður um 100.000 Bandaríkjadali fyrir það eitt að tala um LeBron James. Ekki tala við hann, heldur tala um hann. Upphæðin nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna.
Leikmannaglugginn opnar 1. júlí í Bandaríkjunum og reglur um leikmannamál er mjög strangar. Fyrir að segja að „hver sem er," hefði áhuga á því að fá LeBron James í liðið sitt, fékk Cuban sekt.
James, besti leikmaður deildarinnar, verður samningslaus í sumar.
Cuban sagði einnig að það yrði erfitt að fá tvo MVP (verðmætasta leikmann deildarinnar) til félagsins en sagði að Dallas ætti möguleika ef James segðist vilja fara þangað.
Steve Kerr, forseti Phoenix, var sektaður um tíu þúsund dollara fyrir að segja í gríni í útvarpsviðtali að hann myndi glaður vilja James til félagsins ef hann myndi taka samningi upp á um 5,6 milljónir dollara, 11 milljónum munna en það sem James getur fengið.
Sektaður um 13 milljónir fyrir að tala um LeBron
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
