Friðurinn úti með tilkomu Facebook 1. desember 2010 13:15 Allt brjálað á vegamótum Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook.fréttablaðið/anton Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook. Lífið Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook.
Lífið Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög