Arnar Grant í pústrum á prótínmarkaði 19. maí 2010 07:00 Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru á bak við prótíndrykkinn Hámark. Arnar efast um að MS geti kallað Hleðslu prótíndrykk. Guðný Steinsdóttir hjá MS vísar ummælum Arnars á bug og bendir á næringarupplýsingarnar máli sínu til stuðnings. „Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
„Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira