AC Milan og Lyon gerðu 1-1 jafntefli á Emirates-æfingamótinu í dag. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
Marco Borriello kom ítalska liðinu yfir á 55. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi. Jimmy Briand nýtti sér svo mistök Massimo Oddo og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölurnar.
Lyon lauk keppni á Emirates-mótinu með fimm stig en AC Milan fjögur. Liðin fá aukastig fyrir hvert skorað mark.