Konungur kjánahrollsins 2. desember 2010 11:30 Snillingur? Leslie Nielsen fengi seint Óskarinn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-myndunum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. Nordic Photo/Getty Images Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira