Krakkarnir í hljómsveitinni Amiinu eru komnir í jólaskap eins og sést vel þegar farið er inn á heimasíðu sveitarinnar, amiina.com.
Síðunni hefur verið umbylt og á forsíðunni tekur nú á móti gestum skemmtilegt jóladagatal.
Hægt var að opna fyrsta gluggann í gær og þar var að finna áður óútgefið lag. Lagið mun hafa átt að nota í bíómynd en aldrei varð af því. Meðlimir Amiinu unnu lagið sérstaklega fyrir þetta tilefni.
Ýmislegt verður í boði í jóladagatali Amiinu eftir því sem líður að jólum. Þar verður að finna ljósmyndir, tónlist vitanlega og á sjálfan aðfangadag verður eitthvað sérstaklega veglegt að finna í glugganum.