Mario Balotelli er í leikmannahópi Inter sem mætir Bologna á morgun. Þessi nítján ára sóknarmaður hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho.
Nú hefur stríðsöxin hinsvegar verið grafin eftir að Balotelli sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna hegðunar sinnar.
Balotelli var í stúkunni í vikunni þegar Inter vann CSKA Moskvu 1-0 í Meistaradeildinni. Balotelli hafði ekki mikið fyrir því að fagna sigurmarkinu eins og sjá má á myndbandi með því að smella hér.