Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að slá í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim. Gylfi skoraði öðru sinni í vetur beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inn af bekknum skömmu áður.
Því miður dugði mark Gylfa ekki til sigurs gegn toppliði Mainz í dag því Mainz vann leikinn, 4-2.
Gylfi kom af bekknum eftir klukkutíma leik en þá var staðan 3-1 fyrir Mainz. Gylfi gaf sínum mönnum von með glæsilegu aukaspyrnumarki á64. mínútu af um 25 mætra færi. Hægri fótar skot sem hafnaði niður í horninu vinstra megin.
Það mark dugði ekki til og Mainz því tíu stigum á undan Hoffenheim í deildinni.
Gylfi stimplar sig aftur á móti enn betur inn í liðið og hlýtur að komast í byrjunarliðið fljótlega.