Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 19:08 „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu. Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu.
Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18
Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07
Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45
Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00