Segir lögregluna hafa vísað á Jón Stóra vegna innheimtu skuldar 20. desember 2010 20:20 „Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón. Mál Jóns stóra Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón.
Mál Jóns stóra Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira