Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa ákveðið að feta í fótspor NFL-deildarinnar og spila deildarleiki í London. Tveir deildarleikir munu fara fram í Lundúnum næsta vetur.
Það eru New Jersey Nets og Toronto Raptors sem munu spila þessa leiki en þeir munu fara fram 4. og 5. mars í O2-höllinni glæsilegu.
Þetta verða fyrstu deildarleikirnir sem fara fram í Evrópu en upp úr 1990 fóru nokkrir leikir fram í Japan en einnig hefur verið spilað í Mexíkó.