Haukar eru áfram handhafar allra titla í karlahandboltanum á Íslandi eftir 31-19 sigur á Val í Meistarakeppni HSÍ í gær. Haukar eru einnig deildar-, Íslands-, bikar og deildarbikarmeistarar.
Leikurinn var eins og létt æfing fyrir Haukanna sem voru komnir í 20-7 í hálfleik. Halldór Ingólfsson, nýr þjálfari liðsins, byrjar því mjög vel með Haukaliðið sem hann tók við af Aroni Kristjánssyni.
Anton Brink Hansen, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum í gær og myndaði Hauka taka á móti fyrsta bikar tímabilsins.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Haukar unnu Meistarakeppnina í gær - myndasyrpa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti