Þegar aðeins lokaumferðin er eftir er Chicago Bulls með eins leiks forskot á Toronto í áttunda sæti Austurdeildar NBA. Liðin berjast um að enda í því sæti og komast í úrslitakeppnina.
Chicago tryggir sér sætið með sigri á Charlotte en ef liðið tapar nægir Toronto að vinna New York Knicks þar sem liðið hafði betur í innbyrðis viðureignum sínum gegn Chicago.
Chicago vann mikilvægan sigur á Boston Celtics í nótt 101-93 þar sem Derrick Rose skoraði 39 stig.
Þá vann Utah útisigur á Golden State og Lakers og Phoenix unnu heimasigra. Úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.
Chicago - Boston 101-93
Golden State - Utah 94-103
Los Angeles Lakers - Sacramento 106-100
Phoenix - Denver 123-101