Það er ekki bara A-landslið karla í handbolta sem verður á ferðinni um næstu helgi því U-20 ára landsliðið verður að spila samhliða leikjum Íslands og Frakklands.
U-20 ára liðið er að fara að taka þátt í undankeppni EM en leikir liðsins munu fara fram í Laugardalshöll.
Strákarnir mæta Svartfjallalandi klukkan 16.00 á föstudag, Makedónum klukkan 18.30 á laugardag og loks Serbum klukkan 15.00 á sunnudag.
Hópurinn lítur annars svona út:
Markverðir:
Sigurður Örn Arnarson, Fram
Svavar Ólafsson, Stjarnan
Arnór Stefánsson, ÍR
Aðrir leikmenn:
Eyþór Magnússon, Stjarnan
Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Heimir Óli Heimisson, Haukar
Tjörvi Þorgeirsson, Haukar
Róbert Aron Hostert, Fram
Sverrir Eyjólfsson, Stjarnan
Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar
Stefán Sigurmannsson, Haukar
Ólafur Guðmundsson, FH
Oddur Gretarsson, Akureyri
Örn Ingi Bjarkason, FH
Bjarki Már Elísson, HK
Ragnar Jóhannsson, Selfoss