
Guðlast?
Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins.
Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað.
Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi.
Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið.
Skoðun

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar