NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2010 11:00 Jason Terry fagnar mikilvægari körfu í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104 NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104
NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti