Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara 15. september 2010 18:44 Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira