Robert Kubica: Silverstone er spennandi braut 6. júlí 2010 10:15 Robert Kubica ekur Renault og er frá Póllandi. Mynd: Getty Images Silverstone kappaksturinn er framundan um næstu helgi á breyttri braut og Robert Kubica hjá Renault bíður spenntur eftir því að takast á við hana. "Silverstone er spennandi braut, mjög erfið og sérstaklega fyrstu sex eða sjö beygjurnar, sem eru mest spennandi á nútíma Formúlu 1 bíl. Flestar eru nærri eknar á nærri fullu eða fullri ferð, það fer eftir vindáttinni. Hver beygjan tekur við af annarri. Það er magnað hve miklum hraða hægt er að halda gegnum þær", sagði Kubica í frétt á f1.com. Búið er að breyta brautinni talsvert frá fyrri árum og þá sérstaklega lokakaflanum. "Ég hef séð nýja hlutann á vefnum og í sjónvarpi þegar Moto GP mótið fór fram. Malbikið virðist ójafnt, en Silverstone er sú braut sem ökumenn eru ánægðir að keyra, því þar má ná 100% út úr bílunum." " Það er erfitt að stilla bílunum upp og að finna gott jafnvægi, því það er mikill munur á lág og háhraða beygjum. Niðurtog yfirbyggingarinnar er mikilvægt og það verður fróðlegt að sjá virkni bílsins eftir breytingar sem við gerðum í síðasta móti", sagði Kubica sem telur að æfingarnar á föstudaginn muni gefa góða mynd af nýrri útfærslu bílsins. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Silverstone kappaksturinn er framundan um næstu helgi á breyttri braut og Robert Kubica hjá Renault bíður spenntur eftir því að takast á við hana. "Silverstone er spennandi braut, mjög erfið og sérstaklega fyrstu sex eða sjö beygjurnar, sem eru mest spennandi á nútíma Formúlu 1 bíl. Flestar eru nærri eknar á nærri fullu eða fullri ferð, það fer eftir vindáttinni. Hver beygjan tekur við af annarri. Það er magnað hve miklum hraða hægt er að halda gegnum þær", sagði Kubica í frétt á f1.com. Búið er að breyta brautinni talsvert frá fyrri árum og þá sérstaklega lokakaflanum. "Ég hef séð nýja hlutann á vefnum og í sjónvarpi þegar Moto GP mótið fór fram. Malbikið virðist ójafnt, en Silverstone er sú braut sem ökumenn eru ánægðir að keyra, því þar má ná 100% út úr bílunum." " Það er erfitt að stilla bílunum upp og að finna gott jafnvægi, því það er mikill munur á lág og háhraða beygjum. Niðurtog yfirbyggingarinnar er mikilvægt og það verður fróðlegt að sjá virkni bílsins eftir breytingar sem við gerðum í síðasta móti", sagði Kubica sem telur að æfingarnar á föstudaginn muni gefa góða mynd af nýrri útfærslu bílsins.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira